Team Rynkeby

Við erum Team Rynkeby

2.026 hjólarar

Team Rynkeby samanstendur af 2.026 hjólurum og 538 þjónustuliðum dreifðum í 62 lið frá 9 löndum

4.500 styrktaraðilar

Árið 2022 vorum við með 4.500 styrktaraðila sem lögðu verkefninu lið með fjármunum af einhverju tagi.

1.484,3 milljónir kr.

Árið 2022, söfnuðust 1.484,3 milljónir kr. sem runnu til samtaka sem vinna fyrir langveik börn.

Hver erum við

Samtökin

Team Rynkeby er rekið af Team Rynkeby Fonden.

Lestu meira um samtökin

Við styðjum

Team Rynkeby styður langveik börn.

Gildi

Skýrt verkefni

Team Rynkeby er evrópskt góðgerðarverkefni sem gengur út á að hjóla til Parísar til styrktar börnum með alvarlega sjúkdóma.

Verkefnið hófst árið 2002, þegar 11 áhugamenn um hjólreiðar sem allir tengdust safaframleiðandanum Rynkeby Foods A/S, ákváðu að hjóla til Parísar og fylgjast með loka leið Tour de France.

Rynkeby Foods var aðal styrktaraðili ferðarinnar, en fengu liðsmenn einnig stuðning frá öðrum fyrirtækjum. Í raun, gekk svo vel hjá fyrsta Team Rynkeby liðinu að safna styrkjum að þegar þeir komu aftur heim frá París viku seinna var enn ónotaðir styrkir að andvirði 5100 evra.

Team Rynkeby liðið gaf afganginn til félags krabbameinssjúkrabarna við  háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum. Nú var hefðin komin á!

Fjármunirnir renna til barna sem glíma við alvarlega sjúkdóma

Þáttakendur undirbúa sig yfir veturinn til að geta hjólað um 1200 km leið frá Danmörku til Parísar. Það er ekki nóg því þátttakendur eru einnig skyldugir að leggja sitt af mörkum í söfnun fyrir börn með langvinna sjúkdóma.

Í gegnum þrjú vörumerki Rynkeby, God Morgon og hohes C styður eigandinn Eckes-Granini verkefnið með því að standa straum af megninu kostnaðnum í samstarfið við þau samtök sem verkefnið styrkir.  Þetta þýðir það að allir styrkir sem er safnað renna til samtaka barna með langvinna sjúkdóma.

Árið 2023 safnaði Team Rynkeby verkefnið og afhendi 9,179 milljónum € til samtaka sem aðstoða börn með langvinna sjúkdóma.

Team Rynkeby styrktaraðilar