Team Rynkeby er evrópskt góðgerðarverkefni sem gengur út á að hjóla til Parísar til styrktar börnum með alvarlega sjúkdóma.
Verkefnið hófst árið 2002, þegar 11 áhugamenn um hjólreiðar sem allir tengdust safaframleiðandanum Rynkeby Foods A/S, ákváðu að hjóla til Parísar og fylgjast með loka leið Tour de France.
Rynkeby Foods var aðal styrktaraðili ferðarinnar, en fengu liðsmenn einnig stuðning frá öðrum fyrirtækjum. Í raun, gekk svo vel hjá fyrsta Team Rynkeby liðinu að safna styrkjum að þegar þeir komu aftur heim frá París viku seinna var enn ónotaðir styrkir að andvirði 5100 evra.
Team Rynkeby liðið gaf afganginn til félags krabbameinssjúkrabarna við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum. Nú var hefðin komin á!