Virkjaðu styrktaraðild

Þáttaka styrktaraðila

Félagsleg ábyrgð

Það styrkir ímynd fyrirtækisins að sýna samélagslega ábyrgð á sviðum mannréttinda, umhverfis, loftslags og langveikra barna.

Virðing og viðurkenning

Aðild styrktaraðila skapar virðingu og viðurkenningu meðal viðskiptavina og birgja og á sama tíma stolt og ánægju meðal starfsmanna.

Hér geturðu séð hvernig þú getur nýtt þér styrktaraðildina í þínum samskiptum

Við styðjum Team Rynkeby styrktarborði

Það er hægt að hlaða niður styrktarborða til að nota með undirskrift í tölvupóstum eða á heimasíðu t.d. sem neðanmálsgrein. Þannig er auðvelt að vekja athygli á styrktaraðild að Team Rynkeby og þar með Umhyggju félagi langveikra barna á Íslandi.

Grafískt efni
Hér er hægt að ná í grafískt efni eins og myndir, lógo sem styrktaraðilar geta notað í sínum samskiptum.

Ljósmyndir
Það er velkomið að nýta ljósmyndir sem eru til í markaðsstarf. Það er til mjög mikið af mjög góðum ljósmyndum sem hafa verið teknar í kringum verkefnið.

Facebook, Instagram & LinkedIn

Samfélagsábyrgð fyrirtækja (CSR) hentar mjög vel fyrir samfélagsmiðla en það getur verið gott að skipta skilaboðunum í nokkra hluta þannig að þú fáir hámarks athygli. Þú getur hvatt fylgjendur þína til að taka  í söfnuninni fyrir Team Rynkeby og hvatt þá til að gefa upphæð í söfnunarsímanúmerin 907-1601, 907-1602 eða 907-1603. Fáðu tillögu fyrir færslu á samfélagsmiðlum hér.

Faglegt CSR myndband

Í samstarfi við faglegan myndbanda framleiðanda Team Rynkeby Asger Jørgensen, gefst þér tækifæri til að framleiða faglegt CSR myndband.  Það getur þú t.d. sagt hversvegna þú styrkir Umhyggju, félag langveikra barna í gegnum Team Rynkeby verkefnið. Verði er 7.500 DKK fyrir utan virðisaukaskatt og ferðakostnað.  

Fréttir, fréttatilkynningar eða fréttabréf.

Fáðu tillögur að því að skrifa frétt um stuðning þinn við Team Rynkeby í þessu dæmi fréttatilkynningu.  Ef þig vantar frekari upplýsingar um verkefnið getur þú snúið þér til stjórnar verkefnisins.

Innri miðlar

Mundu einnig að nýta innri miðla eins og t.d. upplýsingaskjái, móttökuskjái eða og prentað efni. Sama hversu stór styrkurinn er þá er hægt að vera stoltur að tilheyra einhverju stóru verkefni.

Hafðu samband

Guðmundur S. Jónsson

Team Manager

+354 696 95 64

Solvejg Lauridsen

General Manager

sol@team-rynkeby.com

+45 61 22 89 36