Þetta var besta ferðin hingað til
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Iceland - 08-07-2018

Þetta var besta ferðin hingað til

Ferð Team-Rynkeby til Parísar í ár varð nákvæmlega eins og framkvæmdastjóri Team Rynkeby samtakanna, Carl Erik Dalbøge, hafði vonað. Hann segir að ferðina í ár hafi verið þá bestu hingað til.

Daginn eftir komuna til Parísar: Á meðan íbúar Parísar rísa úr rekkju, þá er meirihluti þeirra 200 bíla sem fylgdi þeim 48 Team Rynkeby liðum sem tóku þátt í þessari 17. góðgerðarferð til Parísar, þegar lagðir af stað norður frá París.

Þennan dag þurfa þjónustuliðin ekki að setja upp þjónustustöðvar og hjólararnir geta notið morgunkaffisins án þess að vera í gulu hjólafötunum.

Ferð ársins til Parísar er lokið og komið að framkvæmdastjóra Team Rynkeby samtakanna að gera upp ferðina.

- Ferðin var í alla staði frábær – ég vil fullyrða að hún var sú besta hingað til. Við fengum sumarveður með hita, sól og ekki miklum vindi. Liðin hafa hjólað vel og örugglega, sem hefur leitt til mjög fárra óhappa. Einnig hefur verið frábær stemming á milli liðanna, segir Carl Erik Dalbøge.

- Ferðin 2018 verður sennilega sú ferð sem við munum miða aðrar ferðir við í framtíðinni, bætti hann við.

Frábær ferðalok
1800 hjólarar og 450 manna þjónustulið sem skiptist í 48 lið frá 6 löndum, er stærsti Team Rynkeby hópur frá upphafi sem endaði ferðina í París.

Þrátt fyrir stærð hópsins þá endaði ferðin námkvæmlega á þann hátt sem Team Rynkeby framkvæmdastjórinn hafði vonað.

- Allt gekk eins og það átti að ganga. Fjöldi skyldmenna og vina sköpuðu frábæra upplifun og liðunum tókst að láta allt ganga eins og í sögu. Þegar að 1800 hjólarar koma á sama stað frá mismunandi stöðum á sama klukkutímanum, þá er ekki hægt að komast hjá smá biðröðum. En það var mikill skilningur á meðal liðanna að láta þetta ganga vel – og það tókst, segir Carl Erik Dalbøge.

Hrós til liðsstjóranna
Þrátt fyrir að ferðinni sé nýlokið, þá er Team Rynkeby sjóðurinn þegar langt kominn með að undirbúa ferðina á næsta ári.

- Við byrjuðum undirbúninginn síðastliðið vor, þannig að við erum að sjálfsögðu klár þegar að umsóknarfresturinn rennur út þann 17. ágúst.

- Við erum með nokkra liðsstjóra og nokkra stýrihópa, sem unnu frábært starf síðastliðið ár. Árangur þessa árs er ekki minnst að þakka metnaðarfullri vinnu þeirra og það gleður mig að margir þeirra munu halda áfram næsta ár. Hugmyndir þeirra og tillögur eru hluti af því að geta sagt með vissu að ferðin 2019 verði besta ferð frá upphafi, segir Carl Erik Dalbøge.

Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af Team Rynkeby 2019, þá þarft þú að sækja um í síðasta lagi 17. ágúst og segja frá afhverju þú vilt vera með.

Skriv kommentar

 

Tilbage

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram