Team Rynkeby kynnir ný liðsföt
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

All teams IS - 04-01-2017

Team Rynkeby kynnir ný liðsföt

Sjötta árið í röð koma hjólafötin fyrir stærsta góðgerðar hjólreiðaverkefni norðurlandanna frá danska fyrirtækinu Xtreme. Sjáðu nýju Team Rynkeby liðsfötin fyrir árið 2017 hérna.

Treyjurnar eru gular og stuttbuxurnar svartar. Að undanskyldum meira áberandi þjóðfánum á brjóstinu en verið hefur, uppfærðri grafík á bakinu og nútímalegri merkingu (nútímalegra sniði) á stuttbuxunum, þá eru Team Rynkeby liðsfötin þau sömu og áður.

Stærsta breytingin á liðsfötunum sést ekki, heldur munu þeir rúmlega 1750 hjólreiðamenn frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi sem munu hjóla með Team Rynkeby til Parísar í sumar, aðeins finna fyrir breytingunni.

Danska hjólreiðafataverslunin Xtreme, þaðan sem fötin koma sjötta árið í röð, kynnir nú betrumbættar buxur með algerlega nýjum púða.

-Team Rynkeby hjólararnir fá að njóta nýja X-Surface SAT púðans, sem er einn af þeim háþróuðustu á markaðnum. Púðinn er byggður upp af fimm lögum með götum í botninum til að losa raka frá líkamanum. Hann er þannig svæðisskiptur með nýrri tækni sem eyðir allt að 90% af þeim titringi sem kemur upp í gegnum hnakkinn, segir Peter Konggaard, forstjóri Xtreme.

Vel þekkt efni
Treyjan er úr hinu vel þekkta Rapid Dry efni, sem andar vel og þornar fljótt. Að auki er efnið mjög teygjanlegt og mjúkt, sem gefur þægilega snertingu við húðina.

Hjólatreyjan er með rennilás að framan, þrjá vasa að aftan ásamt hagnýtum silikonkanti sem tryggir að treyjan sitji á réttum stað.

Nýju Team Rynkeby stuttbuxurnar eru framleiddar úr hinu vel þekkta Lycra efni og axlaböndin eru úr götuðu efni, sem tryggir að hjólabuxurnar haldist á réttum stað. Neðst á skálmunum eru 45mm teygjuefni sem heldur buxunum þétt við lærin og gefur um leið flott útlit.

 

 

Skriv kommentar

 

Tilbage

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram