Team Rynkeby Fonden gerir samning við SKB.
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

All teams IS - 12-09-2016

Team Rynkeby Fonden gerir samning við SKB.

Í dag var stigið stórt skref í vegferð Team Rynkeby á íslandi þegar skrifað var undir samning við styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB).

Með þessum samningi skuldbindur Team Rynkeby Ísland sig til að safna styrktarfé fyrir félagið, meðal annars í formi auglýsinga á hjólabúning liðsins og með ýmsum öðrum viðburðum sem félagar liðsins hyggjast standa fyrir næsta árið. Lið Team Rynkeby Ísland er orðið fullskipað fyrir árið 2017 og allir bíða spenntir eftir að starf liðsins hefjist, bæði hjólaæfingar og söfnun styrktarfjár.

Allt söfnunarféð rennur óskert til SKB og greiða þátttakendur allan sinn kostnað sjálf. SKB mun reina að aðstoða liðið eftir fremsta megni við að kynna málstað félagsins í tengslum við söfnun liðsfélaga. 7. júlí 2017 munu 35 hjólreiðamenn og 6-8 manna fylgdarlið leggja af stað frá Keflavík til Kaupmannahafnar og daginn eftir mun liðið leggja þaðan af stað í 8 daga hjólaferð til Parísar.

Á meðfylgjandi mynd sjást Carl Erik Dalbøge framkvæmdastjóri Team Rynkeby Fonden ásamt Grétu Ingþórsdóttur framkvæmdastjóra við undirskrift samningsins.

Skriv kommentar

 

Tilbage

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram