Team Rynkeby býr til sex ný lið og opnar pláss fyrir 2.100 hjólara
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

All teams IS - 13-08-2018

Team Rynkeby býr til sex ný lið og opnar pláss fyrir 2.100 hjólara

Gert er ráð fyrir að 2.100 hjólarar í 54 liðum frá sjö löndum munu hjóla til Parísar næsta sumar með góðagerðarsamtökunum Team Rynkeby.

Föstudaginn 17. ágúst er síðasti dagurinn til að skila inn umsókn um þáttöku, ef þig dreymir um að hjóla til Parísar með Team Rynkeby næsta sumar.
Stærsta góðgerðarhjólalið í Evrópu velur hjólara fyrir næsta ár í september, eftir það byrja æfingar og söfnun styrkja.

Á þessu hausti eru auknir möguleikar á að komast í gegnum nálarauga Team Rynkeby, segir Carl Erik Dalbøge, framkvæmdastjóri Team Rynkeby sjóðsins.

- Áhuginn á að vera með í Team Rynkeby hefur aukist mikið síðustu ár. Á síðasta ári höfðum við pláss fyrir rúmlega 1.900 hjólara, en það voru um 3.200 umsækjendur, vegna þessa urðu margir fyrir vonbrigðum. Við reynum að bæta úr þessu með því að setja á fót 6 ný lið í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi með plássi fyrir rúmlega 200 viðbótarhjólurum, segir Carl Erik Dalbøge.

Sex ný lið

Með þessu gerir Team Rynkeby pláss fyrir rúmlega 2.100 hjólara og 500 manna aðstoðarlið sem dreifist á 19 líð frá Danmörku, 16 lið frá Svíþjóð, 9 lið frá Noregi, 7 lið frá Finnlandi, 1 lið frá Færeyjum, 1 lið frá Íslandi og 1 lið frá Þýskalandi – 54 lið í allt.

Nýju liðin eru Team Rynkeby Vestegnen frá Danmörku, Team Rynkeby – God Morgon Linköping frá Svíþjóð, Team Rynkeby – God Morgon AgderArctic og Haugaland frá Noregi og þýska liðið heitir Team Rynkeby – hohes C Nieder-Olm.

- Við höfum reynt að staðsetja nýju liðin á svæðum þar sem að við vitum að það eru margir umsækjendur, sem ekki hafa fengið pláss áður og eða frá svæði þar sem hefur verið mikill áhugi á að setja saman lið. Að sjálfsögðu munu vera staðir þar sem að margir umsækjendur munu verða fyrir vonbrigðum – á meðan að á sumum stöðum er pláss fyrir nánast alla umsækjendur, segir Carl Erik Dalbøge.

Hin fullkomna umsókn

Samkvæmt Team Rynkeby framkvæmdastjóranum þá eru þrjú atriði sem umsækjendur þurfa að hafa að leiðarljósi í umsókninni til þess að auka möguleika sína til þess að komast í liðið.

- Hin fullkomna umsókn til Team Rynkeby þarf að uppfylla þrjú megin atriði. Maður þarf að sýna fram á áhugann á sportinu og löngu hjólatúrunum. Einnig þarf maður að gera grein fyrir hvernig maður getur stuðlað að söfnuninni fyrir krabbameinssjúk börn á Íslandi og hvaða góðu hugmyndir og tengingar maður getur komið með. Að lokum þarf að sýna fram á áhuga á að taka þátt í félagsstarfinu hjá liðinu. Öll þrjú atriðin eru mikilvæg þegar að fyrirliðar liðanna og stýrihópar velja liðin, segir Carl Erik Dalbøge.

Team Rynkeby hjólar til Parísar frá 29. júní til 6. júli 2019. Allir umsækjendur fá svar varðandi þáttöku þann 4. september 2018.

Hér getur þú séð hvað kostar að taka þátt í Team Rynkeby 2019.

Skriv kommentar

 

Tilbage

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram