Söfnunarfé 2016 – 65,8 milljónir DKK í baráttuna gegn krabbameini í börnum
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

All teams IS - 28-09-2016

Söfnunarfé 2016 – 65,8 milljónir DKK í baráttuna gegn krabbameini í börnum

Söfnunarféð úr fjáröflunum Team Rynkeby í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Færeyjum hefur verið afhent og hvorki meira né minna en 65,8 milljónir DKK munu nýtast vel í baráttuna við krabbamein í börnum á norðurlöndunum. Það jafngildir rúmum 1.150 milljónum ISK.

12 mánaða vinnu fyrir góðan málstað var formlega lokið um síðustu mánaðarmót þegar þátttakendur Team Rynkeby í Danmörku afhentu söfnunarféð til Børnecancerfonden í Danmörku.

Þar með hefur styrktarfélag Team Rynkeby lokið uppgjöri vegna góðgerðar hjólaverkefnisins fyrir árið 2016 og afhent söfnunarféð á öllum norðurlöndunum.

Og það þarf stóra reiknivél til að finna útkomu ársins.

Þeir 1.500 reiðhjólamenn og 400 aðstoðarmenn frá Færeyjum, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku sem tóku þátt með Team Rynkeby 2016 sem samanlagt söfnuðu ekki minna en 65.797.904 DKK í baráttuna við krabbamein í börnum á norðurlöndunum.

Það er alls 37 prósent meira en síðasta ár.

- Þetta er algjörlega frábært. Þátttakendur hafa lagt hart að sér og gert mikið fyrir styrktarfélög krabbameinssjúkra barna á öllum norðurlöndunum. Það hefur farið mjög mikill tími hjá hverju einasta liði til að safna styrktaraðilum og skipuleggja viðburði – þess vegna er það að sjálfsögðu mikið ánægju efni að met í innsöfnun styrktarfjár hafi fallið. Þátttakendur geta á allan hátt verið stoltir yfir sínu framlagi, segir Carl Erik Dalbøge, framkvæmdastjóri í Team Rynkeby Fonden.

Fjölmargir taka aftur þátt
- Hluti þátttakenda Team Rynkeby fá ekki mikinn tíma til að hvíla lúin bein, heldur Carl Erik Dalbøge áfram.

- Um 40 prósent þátttakenda í ár taka aftur þátt næsta ár og fyrir þá er starfið meira og minna aftur komið á fullt. Mörg af liðunum eru þegar komin í gang með viðtöl við styrktaraðila fyrir næsta ár og fyrsti viðburðurinn hefur meira að segja verið skipulagður í Svíþjóð. Team Rynkeby gerir áfram miklar væntingar til þátttakenda, segir Carl Erik Dalbøge.

44 lið frá sex löndum
Team Rynkeby stendur árið 2017 saman af 1.700 hjólreiðamönnum og 450 manna aðstoðarliði frá 44 liðum í sex löndum; Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Færeyjar og Ísland. Ísland verður með í fyrsta skipti og er mikið ánægja með að nú séu öll norðurlöndin með í þessu verkefni.

Team Rynkeby verður á ferðinni til Parísar frá 8 til 15 júlí 2017.

 

Skriv kommentar

 

Tilbage

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram