Hérna sérðu hvað það kostar að vera með í Team rynkeby 2019
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

All teams IS - 08-08-2018

Hérna sérðu hvað það kostar að vera með í Team rynkeby 2019

Kostnaðurinn við að vera með í Team Rynkeby 2019 er nánast sá sami og var 2018. Það er smávægileg hækkun fyrir hjólara.

Þann 17. ágúst er síðasti dagurinn þar sem hægt er að sækja um að taka þátt í Team Rynkeby 2019.

Núna hefur Team Rynkeby sjóðurinn opinberað kostnaðinn sem fellur til við það að taka þátt í þessu þekkta góðgerðarverkefni á næsta ári.

Eins og við mátti búast, þá er kostnaðurinn nokkurn veginn sá sami og var 2018.

Hjólarar á næsta ári þurfa að borga 18.700 DKr. fyrir pakka sem samanstendur af: Team Rynkeby hjóli, 2 hjólatreyjum, 2 pör af hjólabuxum, vindvesti, 1 sett af lausum ermum, 1 par af hjólahönskum, hjólahjálmi og 7 gistingar frá 30. júni til og með 6. júlí 2019 í tveggja manna herbergi á minnst 3 stjörnu hóteli með morgun- og kvöldmat.

Verðið er 200 DKr. meira en var 2018. Ef maður á Team Rynkeby hjól frá fyrri árum, eða getur keypt notað hjól, þá er kostnaðurinn 8.000 DKr.

Verð fyrir hvern þjónustuaðila er 3.600 DKr. – nákvæmlega sama og var 2018.

- Reikningsdæmið vegna þáttöku endar í núlli, það er að hvorki Team Rynkeby sjóðurinn eða þau evrópsku góðgerðasamtök, sem við vinnum með, sem þéna peninga á því sem þáttakendur greiða. Það var þó ákveðið að hjólarar borgi aðeins meira en kostnað, en mismunurinn er notaður til að niðurgreiða kostnað fyrir þjónustuaðilana. Okkur finnst það sanngjarnt, segir Carl Erik Dalbøge framkvæmdastjóri Team Rynkeby sjóðsins.

Viðbótarkostnaður og 3 greiðslur
Hjólarar geta reiknað með því að þurfa að bæta við 3.000 – 5.000 DKr. til viðbótar í hjólabúnað, auka nætur á hóteli, þjálfun og heimferð frá París.

- Það er auka kostnaður utan þess sem þáttakendur greiða. Ef maður er ”nýr” hjólari, þá þarf oft að kaupa hjólaskó, hjólageleraugu og vetrarföt. Það er mikilvægt að hjólarar reikni með þessum aukakostnaði, segir Carl Erik Dalbøge.

Greiðslan fyrir hjólara skiptist í þrennt.

Fyrsta greiðsla er 10.700 DKr., sem er fyrir hjólið og skal greiðast í síðasta lagi 1. október 2018. Önnur greiðsla er 2.600 DKr., sem er fyrir hjólafatnaðinn, og þriðja greiðsla er 5.400 DKr., sem er fyrir hótelin og greiðist í síðasta lagi 1. mai 2019.

Þjónustuaðilar borga fyrir þáttökuna í síðasta lagi 1. mai 2019.

Greiðslan þarf að fara fram í dönskum krónum.

Þáttakendur þurfa að vita að Team Rynkeby sjóðurinn á einungis samskipti beint við þáttakendur, ekki er hægt að gefa út reikning á fyritæki, sem vilja styrkja þáttakendur.

 

Prices 2019

DK, SE, NO, FO & IS

FI

DE

Rider with bike 18,700 DKK 2,500 EUR 2,430 EUR
Rider without bike 8,000 DKK 1,074 EUR 1,061 EUR
Service crew 3,600 DKK 510 EUR 510 EUR

 

Itemised

DK, SE, NO, FO & IS

FI

DE

Carbon bike (size 44-48-51-54-57-60-63) 10,700 DKK 1,426 EUR 1,369 EUR
Team wear 2,600 DKK 349 EUR 336 EUR
Hotel Package (7 nights) - rider 5,400 DKK 725 EUR 725 EUR
Hotel Package (7 nights) - service crew 3,600 DKK 510 EUR 510 EUR

 

Skriv kommentar

 

Tilbage

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram