Samtökin

Samtökin

Team Rynkeby er norrænt góðgerðarverkefni sem rekið er af Team Rynkeby-sjóðnum.

Team Rynkeby-sjóðurinn samanstendur af fimm manna stjórn: Peter Frank Andersen, framkvæmdastjóra Rynkeby Foods (stjórnarformaður), Allan Agerholm, CHO BC Hospitality Group, Jørn Falk, markaðsstjóra Rynkeby Foods, Lars Simper, framkvæmdastjóra Nellemann Leasing og Jan Pedersen, fjármálastjóra Rynkeby Foods, Magnus Berndsson, framkvæmdarstjóri hjá Eckes-Granini í Svíþjóð og Timo Laukkanen, framkvæmdarstjóri Hjá Marli.

LESA MEIRA: Sækja PDF-skjal með samþykktum Team Rynkeby-sjóðsins (7,4 MB)

Team Rynkeby er stjórnað af framkvæmdastjóra Team Rynkeby-sjóðsins, sem starfar einnig sem svæðisstjóri fyrir Danmörku og Færeyjar. Einnig eru starfandi svæðisstjórar fyrir Svíþjóð, Finnland Noreg og Ísland.

Að auki samanstendur Team Rynkeby-sjóðurinn af fjármálastjóra sem er ábyrgur fyrir fjármálum verkefnisins, aðstoðarmanni í bókhaldi sem sér um innheimtu styrkja o.fl. og kynningarstjóra, sem er ábyrgur fyrir norrænum samskiptum verkefnisins og aðstoðarkynningarstjóra sem er ábyrgur fyrir samskiptum í Svíþjóð.

Hverju liði er stýrt af liðsstjóra ásamt stýrihóp, sem samanstendur af hópi þátttakenda með mismunandi færni. Í hverju liði eru einnig hópur af lykileinstaklingum sem bera m.a. ábyrgð á fjármálum, styrktaraðilum, almannatengslum og þjónustu – þessir einstaklingar geta verið stýrihópur liðsins (en þurfa ekki vera það).

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram