Umsóknarfrestur er að renna út: Það er nú sem þú skalt sækja um að taka þátt í Team Rynkeby árið 2017
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 10-08-2016

Umsóknarfrestur er að renna út: Það er nú sem þú skalt sækja um að taka þátt í Team Rynkeby árið 2017

Þann 18. Ágúst rennur umsóknarfresturinn út og ef þú hefur áhuga á að vera með í stærsta samnorræna góðgerðarstarfi á árinu 2017 þá sækirðu um núna.

Vilt þú hjálpa alvarlega veikum börnum og fjölskyldum þeirra á meðan þú gerir eitthvað fyrir þig sjálfa(n)? Og á sama tíma að fá upplifun fyrir lífið?

Þá ættirðu kannski að ver með í Team Rynkeby 2017.

Í september veljast þátttakendur til þeirra 44 liða frá sex löndum (Ísland, Danmörk, Svíþjóð, Noregur, Finland og Færeyjar), sem koma til með að taka þátt í hjólaferðinni til Parísar á næsta ári til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Ferðin verður farin 9. til 15. Júlí 2017.

Ef þú hefur áhuga á að vera með, þá geturðu sótt um þátttöku fram til 18.agúst á vefsíðu Team Rynkeby

Skrifaðu umsóknina hér.

- Við leitum að fólki sem hefur mikin áhuga á að vera með í að gera mun fyrir börn með krabbamein og tilbúið að fara í gegnum þá þjálfun sem þarf ásamt öðrum áhugasömum, í vetur, segir Carl Erik Dalbøge, framkvæmdastjóri Team Rynkeby sjóðsins

Þrjú mikilvæg atriði
Samkvæmt framkvæmdastjóra Team Rynkeby, þá er það mikilvægt að vanda umsóknina.

- Það sækja alltaf fleirri umsækjendur en við höfum pláss fyrir og þess vegna er mikilvægt að segja frá sjálfum sér og hvernig viðkomandi geti lagt til söfnunarinnar, reynslu af því að hjóla og verið félagslega virkur. Þetta eru þeir þrír kjarnar sem verkefnið byggist upp í kringum, segir Carl Erik Dalbøge.

Það eru 44 liðsstjórar og stýri grúppurnar sem velja þátttakendur fyrir næsta ár. Allir umsækjendur fá svar við umsókn sinni þann 2. September 2016.

Lestu um algengar spurningar.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram