Team Rynkeby hleypir nýrri línu af vetrarfatnaði af stokkunum
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 04-12-2015

Team Rynkeby hleypir nýrri línu af vetrarfatnaði af stokkunum

Team Rynkeby hleypti nýlega af stokkunum nýrri línu af vetrarfatnaði. Línan samanstendur af vetrarjakka, vetrarbuxum og húfu.

Þrátt fyrir að veturinn hafi hingað til verið tiltölulega mildur þarf hörku til ef ætlunin er að halda áfram að stunda útiþjálfunina í stuttum buxum.

Því hefur Team Rynkeby-sjóðurinn í samstarfi við Xtreme, framleiðanda reiðhjólafatnaðar fyrir góðgerðarhjólreiðaliðið, nýlega hleypt nýju vetrarlínunni sinni af stokkunum.

Línan samanstendur af vetrarjakka úr fóðruðu winterproof- og roubaix-efni með 10.000 himnum sem veldur því að jakkinn er vind- og vatnsheldur með góða öndun. Jakkinn er með þrjá opna vasa og einn renndan vasa, gat fyrir iPod og endurskinsmerki á bakhliðinni.

Þar að auki inniheldur nýja vetrarlínan vetrarreiðhjólabuxur úr superroubaix-efni með ull að innanverðu sem heldur hita á fótunum á köldum dögum. Vetrarbuxurnar eru án innleggja en eru með með fótborðum sem hægt er að klippa af án þess að eyðileggja saumana.

Loks hafa Team Rynkeby og Xtreme framleitt svokallaða "beanie" - hólkur með reim á endanum þannig að hana má nota bæði sem húfu, höfuðband og hálsklút. Hólkurinn er framleiddur úr superroubaix-efni með vind- og vatnsheldri ennishimnu.

Alla vetrarlínuna má skoða og kaupa í opinberri vefverslun Team Rynkeby – jakkinn kostar 800 DKK, buxurnar 450 DKK og hólkurinn 200 DKK. Stærðirnar samsvara öðrum reiðhjólafatnaði Team Rynkeby.

Skriv kommentar

 

Back

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram