Team Rynkeby Heldur áfram óbreytt eftir sölu á Rynkeby Foods
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 19-05-2016

Team Rynkeby Heldur áfram óbreytt eftir sölu á Rynkeby Foods

Norræna góðgerðarverkefnið, Team Rynkeby, heldur óbreytt áfram eftir tilkynningu um að Arla Foods hefur selt Rynkeby Foods til Eckes-Granini GmbH.

Sögusagnir um sölu Rynkeby Foods, sem er aðalstyrktar aðili Team Rynkeby, síðustu mánuði hafa endað með að Eckes-Granini Group keypti af Arla Foods. Eckes-Granini Group sérhæfir sig i óáfengum ávaxtadrykkjum og Rynkeby Foods passar vel við þeirra framleiðslu.

Arla Foods hafa síðustu tvo áratugi selt frá sér dótturfyrirtæki sem eru ekki í mjólkuriðnaðinum. Rynkeby Foods var síðasta fyrirtækið sem Arla átti sem var ekki í framleiðslu tengdri mjólk.

Vinnan við undirbúning ferðar Team Rynkeby til Parísar í sumar heldur áfram.

- Eckes-Granini hefur þegar kynnt sér Team Rynkeby og finnst mikið tilkoma hvernig Rynkeby Foods hafa stutt við góðgerðarstarfsemina Team Rynkeby. Ég hlakka til að hitta nýja eigendur og segja þeim meira frá okkar starfi. Við höfum haldið áfram og hjólum til Parísar í sumar sem og að undirbúa okkur fyrir ferðina 2017, segir Carl Erik Dalbøge, framkvæmdastjóri Team Rynkeby.

Team Rynkeby verður á ferðinni til Parísar 9-16 júlí og þar eru fjórir Íslendingar sem taka þátt til að undirbúa Team Rynkeby Ísland 2017, ef þig langar að vera með þá sæktu um hér.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram