Team Rynkeby fær nýja aðalstyrktaraðilar í þremur löndum
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 22-05-2017

Team Rynkeby fær nýja aðalstyrktaraðilar í þremur löndum

Í haust verður safa merkið ”God Morgon” nýr aðalstyrktaraðili fyrir Team Rynkeby í Svíþjóð, Noregi og Finlandi. Því kemur Team Rynkeby til með að heita ”Team Rynkeby – God Morgon” í þessum þremur löndum.

God Morgon tekur yfir sem aðalstyrktaraðili Team Rynkeby Fondens í Svíþjóð, Noregi og Finlandi frá og með haustinu 2017. Með þessu er búið að tryggja fjárhagslegan grunnvöll til að halda áfram söfnun fyrir börn með alvarlega sjúkdóma í þessum þremur löndum.

Frá þessu greinir Carl Erik Dalbøge, framkvæmdastjóri Team Rynkeby Fonden.

- Það eru gleðitíðindi að við höfum tryggt áframhaldandi starf fyrir börn með alvarlega sjúkdóma á öllum Norðurlöndunum. Styrktarsamningur þessi tryggir fjárhag Team Rynkeby Fonden og við getum áfram látið allt söfnunarfé ganga til þeirra samtaka sem við vinnum með, segir Carl Erik.

Engin breyting er fyrir Danmörku, Færeyjar eða Ísland þar sem Rynkeby Foods A/S heldur áfram að styrkja Team Rynkeby Fonden og greiðir sameiginlegan kostnað.

- Í Svíþjóð, Noregi og Finlandi breytum við aðeins nafninu og fáum nýtt merki, en annars er þetta ”Business as usual”. Við komum áfram saman sem eitt hjólalið undir nafni Team Rynkeby og fötin og hjólin verða áfram gul. Við hjólum öll til Parísar og söfnum áfram fyrir börn með alvarlega sjúkdóma, segir Carl Erik.

Möguleikar á stækkun
Rynkeby Foods A/S og God Morgon voru bæði keypt af þýska safa framleiðandanum Eckes-Granini, á síðasta ári. Ákvörðunin um að láta God Morgon taka yfir fjármögnun á Team Rynkeby Fonden í Svíþjóð, Noregi og Finlandi kemur í kjölfarið á þeim kaupum.

Kaup Eckes-Graninis hefur leitt til skipulagsbreytinga þannig að Rynkeby Foods A/S í Danmörku er ekki söluaðili fyrir öll Norðurlöndin og er merkið Rynkeby eitt af þeim sem Eckes-Graninis söluskrifstofur í hverju landi selja. Rynkeby Foods A/S kemur til með að leggja áherslu á markaðina í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi.

- Við hjá Team Rynkeby Fonden höfum unnið að framtíðar fjármögnun verkefnisins síðustu mánuði og teljum að við höfum skapað mjög sterka fjármögnunar möguleika sem gefur líka tækifæri til að stækka innan Evrópu. Möguleikar verkefnisins eru mjög spennandi, segir Carl Erik.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Team Rynkeby skiptir um nafn, þegar verkefnið byrjaði, árið 2002, hét það ”Team Rynke” og árið 2008 breytist nafnið í núverandi Team Rynkeby.

 

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram