Skipuleggjari Tour de France þvingar Team Rynkeby til að skipta um lit
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 01-04-2017

Skipuleggjari Tour de France þvingar Team Rynkeby til að skipta um lit

Skipuleggjari Tour de France, Amaury Sports Organisation (ASO), hefur í hyggju að leita til dómstóla til að koma í veg fyrir að Team Rynkeby hjóli í gulum treyjum í Frakklandi.

Það er skoðun Amaury Sports Organisation (ASO) að Team Rynkeby brjóti í bága við vörumerki ASO ef Team Rynkeby – á meðan Tour de France stendur yfir – hjóli í Frakklandi í treyjum sem á einhvern hátt geta víxlast við gulu treyju Tour de France.

Þess vegna hefur ASO sent Team Rynkeby Fonden erindi þar sem kemur fram að ASO hefur í hyggju að leita til dómstóla ef Team Rynkeby breytir ekki litnum á hjólatreyjum sínum.

-Ég er mög undrandi á þessu.Á hverju ári , fyrir utan fyrstu ferðina til Parísar árið 2002, hafa Team Rynkeby hjólatreyjurnar verið gular án nokkurra athugasemda frá lögfræðingum ASO.

Það er algerlega galið að þeir komi núna eftir öll þessi ár og spili sig stóra, segir Carl Erik Dalbøge, forstjóri Team Rynkeby Fonden, sem er þó ekki viljugur að fara í lögfræðiþrætur við frakkana.

-Við erum góðgerðarhjólreiðaverkefni, sem hefur þann tilgang að safna fé til styrktar börnum með langvarandi sjúkdóma -en ekki að slást um gulan lit við eina af valdamestu íþróttastofnunum í heimi, heldur hann áfram.

Skiptum yfir í bleikt 
Samkvæmt Carl Erik Dalbøge þá vísar ASO í ”eldgamla tilskipun” frá franska hjólreiðasambandinu, FFC, sem gefur ASO einkarétt á því að nota gulan lit á hjólreiðatreyjum í tengslum við hjólreiðakeppnir á franskri grundu á meðan á Tour de France stendur.

Þetta er sama tilskipun og var notuð á sínum tíma til að þvinga hið stóra spænska hjólalið ONCE til að skipta sínum treyjum úr gulu yfir í bleikt í Tour de France á níunda áratug síðustu aldar.

Lögræðingar okkar hafa ráðlagt okkur ekki að taka slaginn við ASO. Þegar ASO gat þvingað nokkrar af stærstu stjörnum hjólreiðanna til að hjóla í bleiku í Tour de France á níunda áratugnum, þá munu ekki líða margir réttardagar þangað til við komum á hnánum til fatabirgjans okkar til að panta nýjar treyjur í nýjum lit, segir Carl Erik Dalbøge.

Þess vegna hefur Team Rynkeby Fonden beðið fatabirgjann, Xtreme, um að hanna nýtt útlit þar sem gula Team Rynkeby litnum verður breytt í bleikt.

-Team Rynkeby mun áfram hjóla í gulu, en um leið og við komum að frönsku landamærunum á hjólreiðaferðinni til Parísar í sumar, þá verða hjólreiðamennirnir að skipta yfir í nýja, bleika treyju, segir Carl Erik Dalbøge.

Það þarf að panta bleika Team Rynkeby treyjuna í vefbúð Team Rynkeby fyrir 2. apríl 2017 og hún kemur svo í viku 25-26.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram