Rúmlega 600 manns mættu á Team Rynkeby bíó
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 30-11-2016

Rúmlega 600 manns mættu á Team Rynkeby bíó

Alls seldust rúmlega 600 miðar á sýninguna Tröll í Smárabíó síðastliðin laugardag. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að um var að ræða styrktar sýningu Team Rynkeby Ísland til handa Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

Smáabíó gaf allan sinn kostnað og því rann miðaverðið að öllu leyti í söfnun Team Rynkeby Ísland til styrktarfélagsins en meðlimir Team Rynkeby hópsins sinntu störfum í miðasölu, hurð, veitingasölu og létu sig heldur ekki muna um að sinna þriftæknistörfum að sýningu lokinni.

Rynkeby Ísland þakkar Smárabíó stuðninginn svo og öllum sem mættu en nokkur starfsmannafélög tóku sig til og keyptu miða. Má þar nefna Póstinn, Reykjalund, Orkuveituna, Norðurál, Eflu og Brunavarðafélagið.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram