Ráðhústorgið verður sviðið fyrir stærsta Team Rynkeby-viðburð ársins
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 29-06-2017

Ráðhústorgið verður sviðið fyrir stærsta Team Rynkeby-viðburð ársins

Fjölmennasti upphafsviðburður Team Rynkeby hjólaferðarinnar til Parísar verður á  Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn þann 8. júlí 2017.

250 hjólarar og 50 aðstoðarmenn frá fimm Team Rynkeby liðum leggja af stað frá Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn þann 8. júlí 2017, þegar góðgerðarhjólreiðarvekefnið hefst og mun standa yfir í 8 daga til styrktar langveikum börnum. 

Viðburðurinn á Ráðhústorginu er sá fjölmennasti af þeim 34 upphafsviðburðum sem liðin 44 frá Team Rynkeby verða með á 30 stöðum í 6 löndum, vegna ferðarinnar til Parísar í ár.

- Síðastliðna 10 mánuði hafa liðin unnið og þjálfað hvert fyrir sig. Þarna munu liðin hittast í stærri hópi í fyrsta sinn - og þá upplifir maður þá stórkostlegu tilfinningu að vera er hluti af einhverju stærra, segir Kenneth Johansen, hjólari hjá Team Rynkeby København, en hann tekur þátt í að skipuleggja upphafsviðburðinn í Kaupmannahöfn.

- Og þeir áhorfendur sem koma á viðburðinn á Ráðhústorginu þann 8. júlí, verða að muna að hjólalestin sem sniglast gegnum borgina er aðeins sjöundi hluti heildarhópsins þannig að menn geta rétt ímyndað sér hversu stórt þetta verður þegar 1700 hjólarar og 450 aðstoðarmenn frá 6 löndum safnast saman í París þann 15. júli.

Stúlka með heilaæksli heldur ræðu
Upphafsviðburðurinn verður á Ráðhústorginu þann 8. júlí frá klukkan 8:30 til kl:9:30.

Eftir það hjóla þessi fimm Team Rynkeby lið ( Team Rynkeby København, Østsjælland, Nordsjælland, Øresund ásamt Team Rynkeby Ísland sem nú er með í fyrsta sinn) saman að Ríkisspítalanum þar sem Team Rynkeby Rigshospitalet bætist í hópinn. Eftir það er hjólað í suðurátt undir lögregufylgd.

Á Ráðhústorginu munu ’Grey Velvets’ sjá um tónlistina, Rasmus Klump skemmtir börnunum á meðan fjölmiðlamaðurinn og skíðakappinn Thomas Uhrskov stjórnar ræðuhöldunum.

Framkvæmdastjóri Børnecancerfonden, Marianne Nielsen, heldur ræðu – og það sama gerir hin 15 ára Sascha Karlsen sem er í meðferð vegna alvarlegs heilaækslis.

Einnig mun stjórnarformaður fyrir Børnelungefonden, Søren Houman, kíkja við og óska góðrar ferðar og þakka fyrir þær 10,4 milljónir Dkr. sem söfnuðust fyrir börn með alvarlega lungnasjúkdóma, í tengslum við danska Team Rynkeby skólahlaupið sem haldið var á fyrrihluta ársins.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram