Lokatölur þessa árs: 8,8 milljón evrur fyrir börn sem berjast við illvíga sjúkdóma
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 02-10-2017

Lokatölur þessa árs: 8,8 milljón evrur fyrir börn sem berjast við illvíga sjúkdóma

Starf Team Rynkeby í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og í Færeyjum skilar 8,77 milljónum evra til styrktar börnum með illvíga sjukdóma.

Á laugardagsmorguninn var Team Rynkeby kleift að afhenda þær fjárhæðir sem safnast höfðu hjá hjólaliðunum öllum, 1.700 hjólreiðamönnum og 400 sjálfboðaliðum, á árinu í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Færeyjum og Íslandi.

Team Rynkeby sjóðurinn gat þar með birt heildartöluna á framlaginu sem rennur til barna sem kljást við illvíga sjúkdóma á Norðurlöndum.
Framlagið er semsagt, hvorki meira né minna, en 8,77 milljón evrur, afhent til viðhlýtandi samtaka í öllum þeim sex löndum þar sem peninganna var safnað.

"Þetta er í raun stórkostlegt. Söfnunin í ár samsvarar því að hver einasti þáttakandi í Team Rynkeby, bæði hjólreiðamenn og sjálfboðaliðar, hafa safnað yfir 4.000 evrum til handa þessum veiku börnum. Ég veit ekki um neitt annað söfnunarátak þar sem svona margir einstaklingar koma að og í svona langan tíma í einu. Framlög þeirra hafa til dæmis leitt til þess að yfir 5.000 fyrirtæki hafa ákveðið að styðja við verkefnið" segir Carl Erik Dalbøge, framkvæmdastjóri Team Rynkeby sjóðsins.

Nemendur eiga stóran hlut í söfnuninni
Til viðbótar við þessi áðurnefndu 5.000 fyrirtæki sem ákváðu að taka þátt og styrkja Team Rynkeby þetta árið, hafa 163.000 nemendur í skólum í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, að auki lagt fram álitlega upphæð til þessarar veglegu söfnunar.

Af þessum 8,77 milljón evrum sem safnaðist til Team Rynkeby þetta árið, hafa nemendur úr 525 skólum, safnað sem nemur meira en 1,9 milljón evrum í tengslum við „Team Rynkeby skóla hlaupið“ sem var haldið á föstudeginum fyrir páskafrí.

"Nemendurnir geta verið afar stoltir af sínu framlagi. Það er frábært að svona margir skólar líti á Team Rynkeby skóla hlaupið sem tækifæri til að virkja nemendur í svona mikilvægu verkefni, sem sameinar bekki, skóla og lönd. Við hlökkum til skóla hlaupsins aftur á næsta ári", segir Carl Erik Dalbøge.

Með framlagi sínu í ár til barna með illvíga sjúkdóma í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum, hefur Team Rynkeby, frá því að að þeir gáfu fyrst 5.000 evrur til Krabbameinsdeildar barna í Óðinsvéum fyrir 15 árum síðan, í heildina lagt fram samtals 36,8 milljón evrur til baráttunnar gegn illvígum sjúkdómum.

Team Rynkeby er í þessum töluðu orðum að vinna að samsetningu liða fyrir næsta árs Tour de Paris, sem fer fram 30. júní – 7. Júlí 2018. Team Rynkeby 2018 mun samanstanda af yfir 1.900 hjólreiðamönnum og 450 sjálfboðaliðum, dreift á 48 lið frá sex löndum.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram