Krabbameinssjúkum börnum afhentar tæpar 10 milljónir
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 18-09-2017

Krabbameinssjúkum börnum afhentar tæpar 10 milljónir

Í dag afhenti Team Rynkeby Ísland Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna afrakstur söfnunar sinnar síðasta árið alls kr. 9.414.067.

Fyrir um 15 árum síðan hjóluðu nokkrir starfsmenn Rynkeby í Danmörku frá höfuðstöðvunum niður til Parísar til að fylgjast með Tour du France hjólreiðakeppninni. Að ferð lokinni áttu þeir afgang af styrkjum sem þeir fengu og gáfu fjárhæðina til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Verkefnið hefur vaxið og dafnað og í júlí síðastliðnum hjóluðu um 1.400 manns frá öllum Norðurlöndunum til Parísar. Meðal þeirra voru um 40 íslendingar en þetta var í fyrsta sinn sem íslenskt lið tók þátt.

Síðasta árið hefur íslenska liðið safnað fé samhliða því að æfa stíft fyrir ferðina en á einni viku voru hjólaðir um 1.300 km. Markmið verkefnisins í öllum þessum löndum er að safna fé fyrir krabbameinssjúk börn, hafa gaman og koma sér í gott form.

Viðar Einarsson (699-0200) liðsstjóri íslenska liðsins sagðist ánægður með hvernig til tókst. "Hópurinn náði vel saman og vann að ýmsum fjáröflunum allt árið en auk þess að fá styrki frá fyrirtækjum var haldið golfmót og bíósýning sem fór fram akkúrat hér í Smáralind. Við erum því öll afskaplega glöð að geta afhent Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna þessa upphæð hér í dag" Carl Erik Dalby framkvæmdastjóri Team Rynkeby kom sérstaklega til landsins og afhenti hann ávísunina fyrir hönd hópsins.

Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, segir það hafa verið spennandi og skemmtilegt að fylgjast með verkefninu frá byrjun. Afrakstur upp á nærri 9,5 milljónir króna sé langt umfram væntingar og slík fjárhæð skipti félagið verulegu máli. "Framlagið verður notað til rannsókna á heilsufari og líðan þeirra sem greinst hafa með krabbamein á barnsaldri frá árinu 1981. Rannsóknin er gerð á sérstakri miðstöðum síðbúnar afleiðingar krabbameins sem starfrækt er á Barnaspítala Hringsins."

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram