Íslendingarnir hafa lært mikið í ferðinni.
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 15-07-2016

Íslendingarnir hafa lært mikið í ferðinni.

Eftir sumarfrí munu Viðar Einarsson og Guðbjörg Þórðardóttir vera með í að starta nýju Team Rynkeby-liði á Íslandi. Þau munu því taka með sér mikið af upplýsingum og reynslu frá ferðinni í ár.

6. Leggur, Frakkland: Fyrr á árinu var það endanlega ákveðið að Team Rynkeby muni stofna lið á íslandi á komandi tímabili.

Liðið mun vera stjórnað af fjórum íslendingum sem þessa stundina eru lærlingar sem þátttakendur hjá tveim mismunandi liðum.

Hjónin Viðar Einarsson og Guðbjörg Þórðardóttir eru þessa stundina að nálgast París með Team Rynkeby Ringe og hafa safnað mikið af upplýsingum á leiðinni um ýmsa hluti sem þarf að hafa í huga þegar þau eftir sumarfrí muna standa á eigin fótum með íslenska liðið.

- Ég er undrandi á hvað það er margt sem þarf að hugsa fyrir, gisting, hjólaleiðin, matarpásur, bílar og margt fleira. Það er mikið af smáhlutum sem þurfa að ganga upp svo að ferðin gangi sem best fyrir sig og verði ánægjuleg, segir Guðbjörg sem er hluti af fylgdarliði Team Rynkeby Ringe.

- Ég hef tekið mjög mikið af myndum og spurt um allt mögulegt. Og svo hef ég fegið fullt af góðum ráðum frá yfirmanni fylgdarliðsins.

Spennandi tímar framundan
Á hjólinu hefur Viðar verið einn af „lautenant“ hjólurunum, sem hjálpa hinum við að ná upp hraða eftir púnkteringar, í brekkum ofl.

- Nú er þetta í 15 skipti sem Team Rynkeby hjólar til Parísar til að safna fyrir börn með krabbamein svo þetta er orðin mjög stór viðburður að taka þátt í. Hvernig hlutirnir eru gerðir hefur þróast í gegnum öll þessi ár, svo það er margt smávægilegt sem maður ekki gat ímyndað sér að þyrfti að hugsa fyrir sem við tökum með okkur til íslands segir Viðar sem hlakkar mikið til að fá íslenska fánan á Team Rynkeby-treyjuna og fara með til Parísar að ári.

- Ég er mjög spenntur fyrir þessu verkefni. Ég er viss um að í vændum er mjög spennandi tími, segir hann.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram