Íslendingar hjóla til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 14-03-2016

Íslendingar hjóla til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum

Fjórir Íslendingar ætla að hjóla til Parísar næsta sumar í stærstu góðgerðarhjólreiðum Norðurlandanna. Fjórmenningarnir ætla sér þannig að kynna sér verkefnið, því í lok sumars fær Ísland sitt eigið Team Rynkeby-lið.

1.600 hjólreiðamenn og 400 aðstoðarmenn í 38 liðum frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Færeyjum ætla að hjóla til Parísar í sumar til að safna áheitum fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra.

Allt er þetta hluti af samnorrænu góðgerðarstarfi Team Rynkeby, sem hefur allt frá árinu 2002 staðið fyrir hjólreiðaferðum til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Lárus Frans Guðmundsson, Ásta Ragnarsdóttir, Guðbjörg Þórðardóttir og Viðar Einarsson hafa fengið pláss hjá liðinu. Þau ætla að kynna sér starf Team Rynkeby því í lok sumars munu þau sjálf stofna Team Rynkeby-lið á Íslandi og safna peningum til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

- Team Rynkeby er eitt þekktasta heilsu- og góðgerðarverkefnið á Norðurlöndunum. Verkefnið sameinar á hverju ári þúsundir manna í kringum þá grundvallarhugmynd að þátttakendurnir geri eitthvað gott fyrir sig sjálfa og láti um leið gott af sér leiða fyrir aðra. Þessa hugmynd viljum við endilega breiða út til Íslands, segir Lárus Frans Guðmundsson.

1.300 km á sjö til átta dögum
Þátttakan í Team Rynkeby nær yfir eitt ár þar sem þátttakendurnir æfa sig og taka þátt í söfnun fyrir krabbameinssjúk börn. Vinnunni lýkur með 1.300 km langri hjólaferð til Parísar, sem tekur um sjö til átta daga fyrir flest liðin.

Þau fara mismunandi leiðir í gegnum Evrópu en safnast saman í París til að hjóla síðustu 10-15 kílómetrana í gegnum borgina.

- Ferðin til Parísar er það sem allir þátttakendur í Team Rynkeby hafa unnið að í heilt ár, bæði með þjálfun og söfnun til styrktar krabbameinssjúkum börnum. Þar fá þátttakendurnir loks að finna fyrir því með skýrum hætti að þeir eru hluti af mun stærra verkefni. Ég hlakka til að upplifa það sjálfur og er sérstaklega spenntur fyrir að gera það með íslensku liði árið 2017, segir Lárus.

Stefnt að þátttöku 35 Íslendinga
Í fyrra sóttu meira en 3.000 manns um pláss í Team Rynkeby á Norðurlöndunum en aðeins var pláss fyrir helming þeirra. Stefnt er að því að í nýja íslenska liðinu verði 25-30 hjólreiðamenn og átta aðstoðarmenn.

- Við vonum að við getum sett saman lið sem endurspeglar íslenskt samfélag með hæfilegu hlutfalli karla og kvenna, yngri og eldri með mismunandi menntun og reynslu og maður þarf ekkert endilega að vera hjólreiðamaður til að vera með, segir Lárus.
Stofnun hjólaliðs Team Rynkeby á Íslandi vekur fögnuð hjá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna.

-Við höfum vitað af áformum Team Rynkeby um nokkurt skeið og getað kynnt okkur starfsemina. Það er gott að vita hvað margir frá öllum Norðurlöndum vilja taka höndum saman um standa á móti sjúkdómi, sem herjar á börn og hefur mikil áhrif á þau og fjölskyldur þeirra. Ég hlakka til samstarfsins við Team Rynkeby Ísland, segir Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.

Þátttakendurnir í Team Rynkeby greiða sjálfir fyrir þátttöku sína en danski safaframleiðandinn Rynkeby Foods greiðir kostnað við verkefnið. Þannig rennur allt fé sem þátttakendur safna yfir árið óskert til baráttunnar við krabbamein í börnum.

Þú getur sótt um pláss í nýja Team Rynkeby liðinu á Íslandi hér:
 

Staðreyndir:

Team Rynkeby var stofnað árið 2001 þegar 11 hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að fylgjast með endaspretti Tour de France.

Rynkeby Foods var aðalstyrktaraðili ferðarinnar en önnur fyrirtæki aðstoðuðu einnig. Þegar liðið sneri aftur frá París átti það 38.000 danskar krónur í afgang og ákváðu þátttakendurnir að ánefna því til deildar krabbameinssjúkra barna á háskólasjúkrahúsinu í Óðinsvéum. Það varð síðan upphafið á því sem nú er orðið risastórt og árangursríkt verkefni.

Í gegnum árin hefur Team Rynkeby safnað yfir 140 milljónum danskra króna til styrktar krabbameinssjúkum börnum og á síðasta ári einu safnaði Team Rynkeby 48,1 milljón danskra króna fyrir börn í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Færeyjum. 

 

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram