Hér er nýja Team Rynkeby racer hjólið
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 06-11-2016

Hér er nýja Team Rynkeby racer hjólið

Team Rynkeby hefur gert útlitsbreytingu á nýja Team-racer hjólinu fyrir næstu góðgerðarferð.

Hjólin, sem hjólreiðamenn Team Rynkeby hefja æfingar á í vor, fyrir sumarferðina Tour de Paris, koma frá hinum gamalreynda, ítalska hjólaframleiðanda Bianchi og er þetta sjötta árið í röð sem hjólin koma þaðan.

Eins og undanfarin ár verða racer hjól Team Rynkebys byggð á hinu vinsæla Intrapida carbon stelli frá Bianchi, með 11 gíra Shimano 105-grúppu og Shimano gjörðum.

„Við höfum síðastliðin þrjú til fjögur ár, verið í nánu samstarfi við Bianchi og skapað þann tæknilega grunn sem þarf að vera til staðar til að styðja við þarfir hjólreiðamannanna. Tæknilega eru það því aðeins smávægilegar lagfæringar á nýja hjólinu frá hjólinu árið 2016“ segir Christian Krause, tæknilegur ráðgjafi fyrir Team Rynkeby Fonden og liðsstjóri fyrir Team Rynkeby AusturSjálandi.

Hönnunarbreyting árið 2017
„Team Rynkeby hefur því aðallega lagt áherslu á útlitsbreytingu á Team Rynkeby hjólunum“ útskýrir Krause.

„Útlitsbreytingin verður það sem er mest áberandi á Team Rynekby hjólunum árið 2017. Við höfum bætt við svörtum lit í stell hjólsins – meðal annars á neðanverðu skárörinu, á keðjurammann, pedala sveifarnar og á innanverðan framgaffalinn. Þetta gerir stellið nútímalegra í útliti og á sama tíma auðveldara að halda hjólinu útlitslega hreinu“ segir hann.

Christian Krause bætir því við að Team Rynkeby hjólið árið 2017 hefur fengið nýtt og betra stýri.

„Við höfum uppfært hjólið með álstýri, sem að hefur flatt svæði, sem gerir það hentugra og betra að halda utan um. Nýja stýrið kemur best að notum utan hópæfinganna, þar sem hjólreiðamennirnir verða að sjálfsögðu að halda um bremsuhandfang stýrisins, til að geta bremsað snögglega, þegar hjólað er í hóp“ segir Christian Krause.

Árið 2017 samanstendur Team Rynekby af 1750 hjólreiðamönnum og 450 aðstoðarmönnum sem skiptast í 44 lið frá 6 löndum; Danmörku (18 lið), Svíþjóð (13 lið), Finnlandi (6 lið), Noregi (5 lið), Færeyjar (1 lið) og Íslandi (1 lið).

Þeir 1060 Team Rynkeby hjólreiðamenn, sem hafa pantað nýtt hjól fyrir ferðina árið 2017, fá hjólin sín afhent í síðasta lagi 1. apríl.

 

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram