Góðgerðargolfmót Team Rynkeby Ísland
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 11-05-2017

Góðgerðargolfmót Team Rynkeby Ísland

Það verður líklega margt um manninn enda margir glæsilegir vinningar á góðgerðargolfmóti Team Rynkeby Ísland sem fram fer á Garðavelli á Akranesi 27. maí næstkomandi.

Um er að ræða 18 holu punktakeppni með forgjöf en keppt verður í tveimur flokkkum: 0 – 10,1 og 10,2 og yfir. Veitt verða verðlaun fyrir 1. – 3. sæti í báðum flokkum svo og nándarverðlaun á öllum par 3 holum auk útdráttarverðlauna svo ekki sé minnst á teiggjafir.

Það er því eftir miklu að slægjast en fyrst og fremst auðvitað því að spila golf á fallegum velli til styrktar góðu málefni. Allur ágóði rennur til styrktar krabbameinssjúkum börnum hér á landi.

Skráning á mótið fer fram á www.golf.is og mótsgjald er aðeins kr. 6.000.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram