Fyrsta íslenska Rynkeby liðið
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 29-10-2016

Fyrsta íslenska Rynkeby liðið

Þessa daga stíga hátt í 40 Íslendingar sín fyrstu skref á leið sinni til Parísar, hjólandi. Í júlí sumarið 2017 mun fyrsta Íslenska Rynkeby liðið hjóla frá Kaupmannahöfn til Parísar, alls hátt í 1.300 kílómetra.

Rynkeby hjólaævintýrið nær aftur til ársins 2002 þegar ellefu hjólagarpar sem allir tengdust safaframleiðandanum ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar til að horfa á síðasta legginn í Tour de France hjólakeppninni. Þeir söfnuðu styrkjum og þegar heim var komið var afgangur sem þeir gáfu til styrktar krabbameinssjúkum börnum.

Síðan þá hefur fjöldi þeirra sem hjóla þessa vegalengd á hverju ári vaxið og næsta sumar taka yfir tvö þúsund manns þátt í ævintýrinu og íslenskt lið verður í fyrsta sinn með.

Önnur hjólalið koma frá hinum Norðurlöndunum og hvert einasta lið safnar fé til styrktar krabbameinssjúkum börnum á sínu heimasvæði og það mun íslenska liðið einnig gera.

Alls sóttu um 70 Íslendingar um að taka þátt og af þeim voru valdir rúmlega 30 auk þess sem nokkrir munu fara með sem stuðnings- og aðstoðarfólk.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram