Eftir sumarfrí stækkar Team Rynkerby með sex nýjum liðum
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 27-05-2016

Eftir sumarfrí stækkar Team Rynkerby með sex nýjum liðum

Eftir sumarfrí býr Team Rynkeby til pláss fyrir 200 nýja hjólreiðamenn. Í fyrsta sinn á síðastliðnum 10 árum verður þó ekki búið til nýtt lið í Danmörku.

Eins og áður hefur komið fram þá stækkar Team Ryneby með nýju liði á Íslandi og einnig verða til tvö ný lið í Svíþjóð, tvö í Noregi og eitt í Finnlandi. Ákvörðun um stækkun á Íslandi var tekin í Desember síðastliðnum eftir að undirbúningur hafði staðið síðan 2014.

Þar með kemur samnorræna góðgerðastarfið Team Rynkeby til með at stækka frá 38 liðum í 44 lið.

- Hugmyndin að gera eitthvað gott fyrir sjálfan sig, á sama tíma og maður gerir eitthvað gott fyrir aðra, heldur áfram að vera aðlaðandi fyrir þúsundir manna frá öllum norðurlöndunum. Og í samræmi við útbreiðslu góðgerðarverkefnis Team Rynkeby á norðurlöndunum, stækkar áhuginn fyrir því að vera með, segir Carl Erik Dalbøge

Áríð 2016 hefur Team Rynkeby borist flestar umsóknir frá stofnun þess. Um 3000 einstaklingar sóttu um að fá pláss í hjólreiðahóp, sem er sex prósent fleirri en á síðasta ári.

Engin nýr hópur í Danmörku
Á sama tíma og Team Rynkeby opnar nýja hópa á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi, verður Team Rynkeby áfram með 18 hópa í Danmörku og einn hóp frá Færeyjum.

Við höfum ekki áform um að stofna fleiri hópa í Færeyjum. Á sama tíma höfum við stækkað í Danmörku á hverju ári síðan 2007 og nú byrjar það að vera áskorun vegna stærðar landsins. Á síðasta ári fengum við styrki frá hvorki meira né minna en 4.000 styrktaraðilum og það aðeins í Danmörku, þannig að það verður að sjálfsögðu erfiðara að finna nýja styrktaraðila, segir Carl Erik Dalbøge, sem neitar þó ekki, að í framtíðinni verði búnir til fleiri hópar í Danmörku.

Það er kanski pláss fyrir 1-2 lið í viðbót, en á næsta ári skoðum við það, segir hann.

Team Rynkeby styrktarfélagið hefur en ekki ákveðið nöfnin á nýju hópunum í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi en Íslenski hópurinn heitir Team Rynkeby Island.

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram