15.045 svefnpláss pöntuð á 209 hótelum
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 09-12-2015

15.045 svefnpláss pöntuð á 209 hótelum

Það þarfnast mikillar skipulagningar þegar ferðaskrifstofa Team Rynkeby þarf að finna hótel fyrir þátttakendur í góðgerðarhjólreiðaliðinu. Nú hefur verkefnið verið leyst.

Allir 2.000 þátttakendurnir í hinum 38 staðbundnu liðum Team Rynkeby fá rúm til að sofa í þegar stærsta góðgerðarhjólreiðaliðið á Norðurlöndum stefnir til Parísar í sumar. Þetta staðfestir ferðaskrifstofa Team Rynkeby-sjóðsins, Ørslev Travel.

Ferðaskrifstofan hefur á undanförnum mánuðum pantað hvorki meira né minna en 15.045 rúm á 209 mismunandi hótelum fyrir sjö og átta daga löngu hjólreiðaferðina frá Skandinavíu til Parísar.

Við það bætast u.þ.b. 6.500 rúm í París fyrir þær þúsundir aðstandenda sem búist er við að taki á móti Team Rynkeby í París, laugardaginn 16. júlí 2016.

- Eftir því sem ég best veit er verkefnið fyrir Team Rynkeby eitt af stærstu ferðamálaverkefnum á Norðurlöndum. Við höfum 38 mismunandi lið sem þarf að hýsa á sjö eða átta mismunandi hótelum sem þurfa að vera með 150 til 220 km millibili – síðan þurfa hótelin helst að vera utan við helstu borgirnar svo að liðin geti forðast mestu umferðargöturnar. Eins og gefur að skilja er það ekki einfalt verkefni, segir Ole Pedersen, framkvæmdastjóri Ørslev Travel.

Hafa pantað allt
Fyrsta hótelið var þegar pantað áður en Ørslev Travel vissi hversu mörg liðin í Team Rynkeby yrðu árið 2016.

- Liðin 38 hjóla frá Skandinavíu til Parísar eftir 38 mismunandi leiðum, þannig að eftir því sem þau nálgast París halda liðin sig meira saman og erfiðara verður að finna viðeigandi hótel. Þess vegna verðum við að byrja snemma. Fyrir sumarferðina til Parísar höfum við nánast pantað öll tiltæk herbergi í 100 km radíus frá París daginn áður en Team Rynkeby lýkur ferðinni, segir Ole Pedersen.

Reynsla gerir það auðveldara
Þetta er í sjötta sinn sem Ørslev Travel er opinber ferðaskrifstofu fyrir Team Rynkeby og það hefur augljóslega gefið Ole Pedersen og starfsfólki hans mikla reynslu.

- Liðin 38 lið eru mismunandi og gera mismunandi kröfur til hótelanna, þannig að við reynum að sjálfsögðu að taka tillit til þess að því marki sem mögulegt er. Samskiptin við liðin batna að sjálfsögðu með árunum og samningaviðræður okkar við hótelin verða stöðugt nákvæmari. Hótelin sem við höfum notað í mörg ár læra smátt og smátt hvaða viðskiptavini þeir eru að fást við og það gerir þetta svolítið auðveldara, segir Ole Pedersen.

Starf Ørslev Rejser fyrir Team Rynkeby-sjóðinn er u.þ.b. eitt ársverk fyrir ferðaskrifstofuna á Suður-Sjálandi.

Skriv kommentar

 

Back

Snapshots from Tour de Paris 2019

Snapshots from Team Rynkeby's trip to Paris 2019 - new snapshots every day.

See videos

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2019. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram