1.360 brauðsneiðar, 1.056 lítrar af vatni og 792 ávextir
<!--@ParagraphImageLinkAlt-->

TR Press IS - 24-04-2017

1.360 brauðsneiðar, 1.056 lítrar af vatni og 792 ávextir

Það er töluvert sem fylgir því að koma 34 manna hóp hjólandi frá Kaupmannahöfn til Parísar. Með hópnum fylgja 8 manns, aðstoðarhópur á fjórum bílum. Þeirra hlutvert er að sjá til þess að hjólreiðafólkið hafið það sem allra best í ferðinni.

Aðstoðarhópurinn sér um öll hagnýt atriði og að allir fái næringarríka fæðu og nóg af vökva. Þau sjá um að “tékka inn” á hótelin og út af þeim aftur, sjá um farangurinn og aka á undan og eftir hópnum til öryggis.

Þar með er ekki allt upptalið því þau aðstoðarhópurinn vaknar fyrstur á morgnanna, smyrja nesti, fylla á vatnsbirgðir og gera allt klárt fyrir hjólaferð dagsins. Í hádeginu eldar svo hluti hópsins og síðast en ekki síst sér hópurinn um kvöldvökur áður en lagst er til hvílu.

Um þessar mundir stendur aðstoðarhópurinn í ströngu við að skipuleggja aðföng en hópurinn má fá styrki í formi matar til ferðarinnar. Það er ansi mikið magn sem þarf að safna enda rúmlega 40 manna hópur sem fæða þarf í átta daga.

Reikna má með að hver hjólamaður noti um hálfan lítra af vatni fyrir hverja 25 km. Það gera 132 litra af vatni á dag eða 1.056 lítra í ferðina.

Hver hjólamaður borðar einn ávöxt á hverja 50 km. Það gera 99 ávexti á dag eða 792 ávexti í ferðina alla.

Áætlað er að hver hjólamaður borði um 2,5 samlokur á dag sem gerir 85 samlokur á dag eða 680 samlokur í alla ferðina eða 1.360 brauðsneiðar.

Af þessu má sjá að það þarf umtalsvert magn af mat, undirbúningur og skipulag er mikið og þarf að vera gott. Verkefni sem þetta væri því óframkvæmanlegt án góðs aðstoðarhóps sem leggur mikið á sig til að allt gangi upp.

 

 

Skriv kommentar

 

Back

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2018. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram