Krabbameinssjúk börn

Krabbameinssjúk börn

Team Rynkeby styður við bakið á krabbameinssjúkum börnum með söfnun í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Ísland.

Krabbamein í börnum er mjög alvarlegur sjúkdómur. Þrátt fyrir að vísindunum hafi farið mikið fram á undanförnum árum og að nú sé hægt að bjarga 80 prósentum þeirra barna sem greinast með krabbamein, ber sjúkdómurinn enn ábyrgð á flestum sjúkdómstengdum dauðsföllum meðal barna á aldrinum 1 til 15 ára.

Á sama tíma þurfa sum börn sem lifa af krabbamein að lifa með alvarlegum aukaverkunum af meðferðinni til æviloka. Sum verða ófrjó, önnur hafa misst útlimi og einstaka barn fær svo alvarlegan heilaskaða að það mun aldrei geta lifað eðlilegu lífi.

Vísindin vita ekki hvers vegna börn fá krabbamein

Stærsta áskorunin í baráttunni við sjúkdóminn er að krabbamein er ekki eins hjá börnum og fullorðnum. Í raun vita vísindamenn ekki hvers vegna börn fá krabbamein.

Þess vegna er þörf á markvissum rannsóknum á krabbameini í börnum til þess að vísindin geti fundið svarið og þróað betri og vægari meðferðarform, til að börnin lifi ekki aðeins af heldur geti lifað eðlilegu lífi eftir veikindin.

Meirihluti fjármagnsins sem Team Rynkeby gefur styrktarfélaga krabbameinssjúkra barna í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum og Ísland á hverju ári fer einmitt í að styðja rannsóknir á krabbameini í börnum.

Tengiliður á staðnum

Larus Frans Gudmundson
Country Manager Iceland
lfg@team-rynkeby.com 
Telefon: +45 22 13 18 10

Viðar Einarsson
PR Responsible Iceland
ve@team-rynkeby.com 
Telefon: +354 69 90 200

Taktu þátt árið 2018

Umsókn um að vera með í Team Rynkeby fyrir árið 2018. Fylltu út umsóknareyðublaðið hér.

Umsókn um þátttöku

Blogg

Fylgstu með starfi Team Rynkeby á Íslandi fram að ferðinni 2017. Lestu blogg liðsins.

Lestu bloggið hér

Platinum Sponsors

Follow @TeamRynkeby on Instagram